Rán Bjargar Photography

Go to page index

Almennir skilmálar vegna viðskipta við Rán Bjargar Photography

 1. 1. Höfundarréttur 
  1. 1.1. Allur höfundaréttur að ljósmyndum er í eigu Rán Bjargar Photography (hér eftir jafnframt vísað til sem „ljósmyndara“).
  2. 1.2. Um höfundarrétt ljósmyndara gilda höfundarréttarlög nr. 73/1972.
  3. 1.3. Afhending ljósmynda til viðskiptavinar felur lögum samkvæmt ekki í sér framsal á höfundarrétti ljósmyndara né veitir hún heimild til breytinga á ljósmyndum.
 2.  2. Staðsetning myndatöku 
  1. 2.1. Gert er ráð fyrir að myndatökur fari almennt fram utandyra nema þegar um nýburatökur er að ræða, sbr. þó gr. 2.2.
  2. 2.2. Mögulegt er að koma með lítil börn í myndatöku í myndveri (studio) ljósmyndara sé þess óskað frekar.
 3.  3. Meðferð viðskiptavinar á ljósmyndum 
  1. 3.1. Óheimilt er að fjarlægja logo ljósmyndara af ljósmyndunum.
  2. 3.2. Öll prentun (stækkanir, framkallanir, strigar og þess háttar) skal fara í gegnum Rán Bjargar Photography. Þetta á líka við um ljósmyndabækur. Sé um annarskonar prentun að ræða, t.d á kerti, köku eða í jólakort skal fengið leyfi hjá ljósmyndara og gert í samráði við hann.
  3. 3.3. Viðskiptavinir mega ekki undir neinum kringumstæðum prenta sjálfir eða láta aðra en Rán Bjargar Photography prenta fyrir sig.
  4. 3.4. Óheimilt er að taka myndir af heimasíðu eða öðrum ljósmyndasíðum ljósmyndara til notkunar. Viðskiptavinir skulu eingöngu notast við þær myndir sem þeir fá afhentar frá ljósmyndara til birtingar.
  5. 3.5. Óheimilt er að nota myndirnar til auglýsinga eða annarrar birtingar án fyrirfram samþykkis ljósmyndara.
  6. 3.6. Allar myndir sem settar eru á internetið skulu vera í réttri upplausn fyrir vef, í réttum hlutföllum og merktar ljósmyndara með logo.
  7. 3.7. Ekki má skera myndir eða klippa þær til, hvorki á netinu né annarsstaðar. Ef nota á myndirnar á Facebook verður að hlaða þeim upp í fullri stærð, t.d. ef hlaða á inn profile mynd eða cover mynd.
  8. 3.8. Öll meðhöndlun á myndunum skal fara fram í gegnum tölvu, ekki síma, iPad eða önnur snjalltæki. Til dæmis þegar myndir sem afhentar voru eru sóttar af niðurhalsstað eða ef á að setja myndir á internetið.
  9. 3.9. Óheimilt er að breyta myndum á nokkurn hátt eða setja þau í gegnum snjallforrit með „effectum“ líkt og Instagram.
  10. 3.10. Óheimilt er að framselja eða áframsenda ljósmyndir til þriðja aðila nema með fyrirfram samþykki ljósmyndara. Ljósmyndir sem ljósmyndari hefur prentað í samræmi við skilmála þessa og afhent viðskiptavini er viðskiptavini frjálst að afhenda til gjafa og þess háttar.
 4. 4. Meðhöndlun ljósmyndara á ljósmyndum 
  1. 4.1. Ljósmyndari annast val á þeim ljósmyndum úr myndatöku sem unnar verða og afhentar viðskiptavini. Viðskiptavinur fær einungis afhentar þær ljósmyndir sem ljósmyndari velur. Viðskiptavinur fær undir engum kringumstæðum afhentar allar þær ljósmyndir sem ljósmyndari tekur í viðkomandi myndatöku.
  2. 4.2. Mögulegt er að kaupa allt að fimm aukamyndir úr hverri myndatöku.
  3. 4.3. Viðskiptavinur samþykkir að ljósmyndari birti ljósmyndirnar á ljósmyndasíðum sínum og merki (e. tag) viðskiptavin og tengda aðila, s.s. foreldra barna sem ljósmynduð eru, á birtar ljósmyndir. Viðskiptavini er heimilt að óska eftir því að samráð verði haft við hann um val á myndum til birtingar og hvort ljósmyndir verði merktar.
  4. 4.4. Ljósmyndari varðveitir myndirnar í a.m.k. 2 ár til öryggis fyrir viðskiptavin. Eftir það er varðveisla ljósmynda alfarið á ábyrgð viðskiptavinar.
  5. 4.5. Ljósmyndunin, myndvinnsla og varðveisla ljósmyndanna fer fram að beiðni viðskiptavinar. Viðskiptavinur staðfestir með undirritun sinni á skilmála þessa að hann samþykkir ljósmyndun, myndvinnslu, varðveislu, birtingu, merkingu og aðra vinnslu ljósmyndanna í samræmi við skilmála þessa, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
 5. 5. Greiðsla og afhending 
  1. 5.1. Um greiðslu fyrir myndatöku vísast til verðskrár ljósmyndara sem finna má á heimasíðu; http://www.ranbjargar.com/verdskra.
  2. 5.2. Myndataka er ekki bókuð nema staðfestingargjald hafi verið greitt.
  3. 5.3. Greiðsla fyrir hverja myndatöku skal fara fram strax að myndatöku lokinni.
  4. 5.4. Ljósmyndir úr myndatöku verða ekki afhentar nema öll greiðsla hafi borist.
  5. 5.5. Verðskrá, sbr. gr. 5.1, getur tekið breytingum hvenær sem er. Eftir að myndataka hefur verið bókuð gildir það verð sem verðskrá ljósmyndara sagði til um þegar staðfestingargjald var greitt.
 6. 6. Annað 
  1. 6.1. Frekari upplýsingar um ljósmyndara má nálgast á heimasíðu ljósmyndara; www.ranbjargar.com.
  2. 6.2. Um höfundarrétt ljósmyndara og skilmála þessa gilda íslensk lög, þ.m.t. en ekki einskorðað við höfundarréttarlög nr. 73/1972.
  3. 6.3. Viðskiptavinur samþykkir skilmála þessa með undirritun sinni. Brot á höfundarrétti ljósmyndara og skilmálum þessum varða við höfundarréttarlög og áskilur ljósmyndari sér allan rétt vegna slíkra brota.
  4. 6.4. Skilmálar þessir hafa verið útbúnir sérstaklega fyrir ljósmyndara og er ljósmyndara einum heimilt að nýta þá í starfsemi sinni. Öðrum aðilum er með öllu óheimilt að afrita þá, hvort sem er að hluta eða í heild.

 

Vinsamleg tilmæli frá mér til ykkar:

Það skiptir máli hvar ljósmyndir eru prentaðar út og hvernig þær eru meðhöndlaðar. Mikilvægt er að leita til fagaðila þegar prenta á út ljósmyndir. Þess vegna fer öll prentun í gegnum mig skv. skilmálum. Ég skipti aðeins við fagaðila með alla prentun og ég veiti ykkur alla þá þjónustu sem þið þurfið við útprentanir.

Ljósmyndir eru list fyrir heimilið og fólkið sem þar býr. Það er staðreynd að þeir sem framkalla/stækka ekki fljótlega eftir tökuna, gera það líklega aldrei. Því hvet ég alla sem til mín leita í myndatöku að láta prenta myndirnar út og njóta þeirra þannig en ekki bara hala þeim upp á internetið, þó það geti auðvitað verið skemmtilegt líka. Ég býð upp á mikið úrval af útfærslum. Hægt er að prenta á pappír, ál, striga, foamplötur og fleira.

Með kærri kveðju

Rán