Rán Bjargar Photography

Go to page index

Námskeið í nýburaljósmyndun hjá Rán Bjargar Photography

Námskeið - nýburar

Aðeins um ljósmyndarann:

Rán hefur sérhæft sig í nýburamyndatökum í 10 ár og hlotið menntun frá nokkrum færustu nýburaljósmyndurum heims. Hún lauk námi sínu í ljósmyndun hér á landi árið 2017.

Á þessu námskeiði gefst kjörið tækifæri til að læra grunnatriðin í nýburaljósmyndun eða bara til að rifja aðeins upp og endurstilla sig. Farið verður yfir stillingar í myndavél, white balance, pósur, öryggi barna á setti, sjónarhorn, lýsingu (náttúruleg lýsing), vinnslu, og að ná sem bestum myndum beint úr myndavélinni. Athugið að nauðsynlegt er að hafa grunnkunnáttu á myndavélina ykkar. Ekki verður kennt sérstaklega á myndavélar á þessu námskeiði.

Námskeið - Uppstillingar

Nemendur fylgjast með hvernig Rán stillir börnunum upp, vefur þau og hvernig best sé að nota aukahluti. Aðeins Rán meðhöndlar börnin en nemendur smella af líka og mega nota myndirnar sínar að vild fyrir sitt portfolio.

Rán mun fullvinna a.m.k. 3 ljósmyndir og svara spurningum á meðan á hádegisverði stendur og í lok námskeiðs.

Námskeið - Uppstillingar

Það sem þarf að hafa með sér:

 • Myndavél og linsu(r). Mælt er með 35mm eða 50mm sem er besta fókusvídd fyrir þessar myndatökur.
 • Léttan klæðnað (það er heitt í stúdíóinu)
 • Fartölvu eða glósubók til að glósa
 • Símann ykkar til að taka upp video ef þið viljið

Til þess að festa þitt pláss á námskeiðinu þarf að greiða 40.000 kr. staðfestingargjald sem er óafturkræft. Heildarverð námskeiðisins er 130.000 kr. sem greiðast skal að fullu mánuði fyrir námskeið. Hægt er að leggja inn á reikning eða greiða með símgreiðslu.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 6 manns

Námskeið - Uppstillingar

Dagskrá:

 • 09:00 Mæting og spjall
 • 09:15-12:00 Beanbag vinnuflæði með módelum
 • 12:00-13:30 Hádegismatur og myndvinnsla
 • 13:30-15:30 Props, vefjur og systkina- og foreldramyndir með módelum
 • 15:30-16:30 Myndvinnsla

Á námskeiðinu verða 4-5 nýfædd börn sem verða litlu módelin okkar.

Það sem er innifalið:

 • Hádegismatur, snarl og drykkir
 • Áframhaldandi stuðningur í Facebook grúbbu
 • Gjafapoki

Námskeiðið fer fram í ljósmyndaveri Ránar sem staðsett er að Suðurlandsbraut 6b.

Rán býður einnig uppá "one on one" einkakennslu. Þeir sem vilja frekar koma í einkakennslu geta sent póst á ranbjargar@ranbjargar.com

Skráningarform er hér til hliðar. Eftir að þú ert búin að skrá þig muntu fá sendar greiðsluupplýsingar og nemendaskilmála.

Umsagnir frá nemendum:

Ég var svo heppinn að næla mér í sæti á fyrsta námskeiðið hjá Rán Bjargar ljósmyndara. Ég get svo sannarlega mælt með þessu námskeiði fyrir aðra ljósmyndara sem vanta að bæta við sig aðeins meiri þekkingu á þessu sviði. Rán svarar öllum spurningum vel og leggur mikinn metnað í þetta námskeið. Frábær dagur og allt gekk svo vel. Mæli 100% með.
- Sara Andrea

Mæli með námskeiðinu hennar Ránar fyrir alla sem vilja ná betri tökum á ungbarnaljósmyndun. Hún er einstaklega fær á sínu sviði og án efa sú allra besta á landinu í því sem hún gerir. Námskeiðið var hnitmiðað og aflsappað í senn og ég gæti ekki verið sáttari. Takk fyrir mig Rán!
- Heida HB

Snilldar og lærdómsríkt námskeið og frábær leiðbeinandi enda ekki við öðru að búast frá henni Rán sem er algjör fagmaður í sínu verki, og hrikalega skemmtilegt að fá að læra takta hennar sem geta nýst manni í áframhaldandi starfi
- Karen Björk

Það eru nokkur ár síðan ég spurði Rán hvort hún gæti verið með námskeið svo ég gæti lært af henni. Ég var því himinlifandi þegar hún lét mig vita af nàmskeiðinu. Ég lærði heilan helling og það er nánast dáleiðandi að fylgjast með Rán handleika litlu nýfæddu börnin. Rán útskýrir vel og er með svo góða nærveru. Eftir námskeiðið fòr ég heim uppfull af nýjum fróðleik og hugmyndum.
- Anna Kristín

Mæli hiklaust með nýburanámskeiði Ránar. Virkilega lærdómsríkt og skemmtilegt. Dásamlegt að fá að fylgjast með Rán að störfum þar sem hún hefur einstakt lag a nyburum. Frábær dagur og æðislegt að fá tækifæri til að læra af henni.
- Elsa María

Ungbarnanámskeiðið hjá Rán var mjög fagmannlegt og flott. Rán er algjör snillingur með þessi litlu kríli og svo gaman að sjá hvernig hún fór að þessu öllu saman á rólegan og yfirvegaðan hátt. Ég hafið gaman að því að sjá hvernig hún fór að því að mynda allt án nokkurra studio ljósa og hvernig hún notaði eingöngu dagsbirtuna. Myndvinnslan var einnig fróðleg og gaman að sjá hvað vinnslan er lítil eftir töku. Takk æðislega fyrir geggjað námskeið.
- Ólína

Skráning á póstlista

* Þarf að fylla út.